Alrafmagnað torfærufjórhjól með gríðarlegri drifgetu og topp áræðanleika.

Exoquad

Áætlaður framleiðslutími frá pöntun eru 1-3 mánuðir.

  • Exoquad kemur í tveimur útfærslum:

    4WD: 6-15km/klst.

    2WD: 6-15km/klst.

  • Aflmiklir rafmótorar gefa Exoquad mikið snúningsvægi og kraft til að koma þér á toppinn!

  • Exoquad raffjórhjólið er aðeins 99kg. í fjórhjóladrifs útfærslunni.

  • Rafhlöðuendingin fer eftir mörgum mismunandi þáttum, s.s. eins og hitastigi, þyngd ökumanns, landslagi og fl. en ætti að endast þér í 4-6 tíma. Hægt er að kaupa aukarafhlöðu sem geyma má á farangursrekka og auka þannig drægnina upp í 8-12 tíma.

  • Exoquad er 170 cm langt, 90 cm breitt og 80 cm hátt (150 cm. með veltiboganum á)

  • Exoquad kostar frá 2.8 milljónum ISK (+vsk) fyrir grunnútgáfu með afturhjóladrifi.

Exoquad er hannað með þarfir þeirra í huga sem eiga erfitt með gang en Exoquad er líka skemmtilegt tæki fyrir alla hina!

Exoquad var hannað til að endurheimta aðgengi að útivist og náttúrunni fyrir alla, óháð líkamsburðum.

Með einstökum drif-eiginleikum, opnar það tækifæri fyrir þig til að komast á ný út að leika, njóta útivistar með þínum nánustu og komast aftur í samband við náttúruna – eitthvað sem þú verður að upplifa sjálf/ur/t til að sannfærast. Að okkar mati er Exoquad hjólið fremst á meðal jafninga í sambærilegri vöru á markaðnum.

Vertu hluti af byltingunni – bókaðu prufukeyrslu í dag!

Flott hönnun

Exoquad er vara sem flokka má úr efstu hillu í þeim skilningi að mikið hefur verið lagt í hönnun og íhluti þar sem nútímaleg hönnun og notagildi mætast. Exoquad brýtur niður allar staðalímyndir um eldri hjálpartæki sem eingöngu er hægt að nota á sléttu malbiki og hafa afar takmarkað notagildi. Á Exoquad getur þú farið með fjölskyldunni í berjamó, á sveppamó, í fjöruferðir og fjallgöngur, svo dæmi séu tekin.

Frábærir aksturseiginleikar

Exoquad hjólin eru ekki aðeins hönnuð með frábæra aksturseiginalega í fyrirrúmi heldur einnig með öryggi og áreiðanleika að leiðarljósi. Næstum 200 mm fjöðrunarslag tryggir mjúka og þægilega akstursupplifun, jafnvel á ósléttu og krefjandi yfirborði.
Exoquad er búinn stillanlegri fjöðrun, inngjafarviðbrögðum, stýri og sætisstöðu, sem hægt er að laga að þörfum og óskum hvers notanda.
Exoquad er notendavænn, auðveldur í akstri, rekstri og er viðhaldsléttur.

Aðgerðir

Það er auðvelt að svissa á milli áfram og afturábak hams en það er gert með því að ýta á takka sem staðsettur er á stýrinu.

Auðvelt er að þjónusta hjólið og en auk þess að koma með það í umboðið hjá okkur, er líka hægt a rúlla við á næsta reiðhjólaverkstæði, þar sem hjólið samanstendur að miklu leyti af algengum reiðhjólaíhlutum. Sniðugt, ekki satt? :)

Rafmagnsíhlutirnir eru vatnsvarðir en við mælum ekki með að fara yfir ár eða dýpri læki á Exoquad. Komi til þess að þurfi að skipta út rafmagnsíhlutum mælumst við til þess að komið sé með hjólið til okkar og við sjáum um að skipta þeim út.

Rafhlaða

  • Auðvelt er að taka rafhlöðuna úr og getur hún verið hlaðin í eða utan hjólsins

  • Rafhlaðan kemur frá Versabatt í Noregi

  • Rafhlaðan er 48V og 2.1kWh

Bremsur

  • Bremsurnar eru standard bremsur eins og finna má á nýjum fjallahjólum í dag

  • Vökvadiskabremsur af Tektro gerð

  • Bremsudiskarnir eru ryðfríir og eru 220mm í þvermál

Hleðsla

  • 0-100% 7 klukkustundir

  • 0-80% 5 klukkustundir

  • 10A sjálfstætt hleðslutæki fyrir standard 110V/220V innstungur

Drifrás að aftan

  • 2 x keðjudrifnir rafmótorar fyrir afturhjólin

Rammi

  • 6061 álblanda, pressað, smíðað, vélunnið, soðið og sprautað í þeim lit sem þú velur.

Hraði og drægni

  • 6 km/h í 4wd

  • 15 km/h í 2wd

  • 4-6 klst. af blönduðum akstri

Stærðir

  • 170 cm langt

  • 90 cm breitt

  • 150 cm hátt með veltigrind

  • 80 cm hátt án veltigrindar

Fjöðrun

  • Einkaleyfisvarið A-arma fjöðrunarkerfi

  • 210mm MTB gasdemparar með forðabúri að aftan

  • 190mm MTB gasdemparar með forðabúri að framan

  • 170-200mm slaglengd

Þyngd

  • Exoquad vegur 99 kg.

  • Þar af er rafhlaðan 12 kíló

Drifrás að framan á 4x4 útgáfunni

  • 2 x rafknúnir hjólmótorar í framhjólunum

Aksturshamur

  • 4wd stilling fyrir einstaka torfærufærni

  • 2wd (afturhjóladrif) fyrir flutning

Dekk og felgur

  • 20” sterkbyggðar felgur

  • 20”x4.0” Kenda “fatbike” kubbadekk

Hvað notendur Exoquad hafa að segja:

“Með tilkomu Exoquad, hafa draumar mínir ræst. Ég er fimm barna faðir og ástríðufullur útivistarmaður í hjartanu. Eftir að ég varð fyrir mænuskaða, hélt ég að ég mundi aldrei komast upp á fjallstopp aftur. Ég er glaðari en orð fá lýst að hafa haft rangt fyrir mér!”

— Sigurd Groven

“Þessi græja breytir leiknum algjörlega!
Hún er nær óstöðvandi. Snjór, drulla, möl, sandur, stórgrýti og ís - engin fyrirstaða.
Hugsiði ykkur bara hvaða möguleika svona græja opnar á sem áður virtust lokaðir.”

— Rickard Lindqvist

Lestu meira um Exoquad í bæklingnum okkar. (enska)